Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47974
Í þessari ritgerð verður fjallað um lesblindu, hönnun og hvernig lesblindur lesandi skynjar upplýsingar. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvernig ólíkar leturgerðir og uppsetning texta hafa mismunandi áhrif á aðgengi lesblindra að innihaldi textans út frá sjónarhorni týpógrafíu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ólíkar leturgerðir hafi áhrif á lestur einstaklinga með lesblindu. Steinskriftarletur á borð við Arial og Calibri eru talin henta betur en fótaletur eins og Times New Roman og Helvetica vegna fótanna sem hafa áhrif á formgerð stafanna. Því hafa ýmis lesblinduletur verið þróuð. Rannsóknir sýna þó að sérstakt lesblinduletur bæti ekki lestur lesblindra einstaklinga eins og vonir voru bundnar við en stafa- og orðabil hefur mun meiri áhrif á lestur. Í þessari ritgerð verður skoðað hvernig letur í ritmáli birtist einstaklingum með lesblindu. Að auki mun upplifun einstaklinga af lestri verða skoðuð en einnig hvernig þeir meðtaka og skynja textann.
Þessi rannsókn er samanburðarrannsókn sem byggist á eigindlegum rannsóknaraðferðum. Í því felst samanburður texta sem settur er upp í þremur ólíkum leturgerðum, tveimur ólíkum stafabilum en alls fimm útfærslum. Niðurstöður leiddu í ljós að sérstakt lesblinduletur hentar ekki öllum og hefur áhrif á upplifun lesanda af texta. Times New Roman jók á lestrarörðugleika þátttakenda en Arial taldist hlutlaust.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sunna Þórðardóttir BA ritgerð haust nóvember 2023.pdf | 1.06 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |