is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunardeild / Department of Design > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47976

Titill: 
  • Brautryðjandastarf Braga Ásgeirssonar : samband grafíklistar og grafískrar hönnunar í dag
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari BA ritgerð er farið yfir það brautryðjandastarf sem guðfaðir grafíklistar á Íslandi, Bragi Ásgeirsson vann ásamt því að kanna aðferðir grafíklistar í grafískri hönnun í dag. Spurningunni um hvaða brautryðjandastarf í grafíklist Bragi Ásgeirsson vann á Íslandi verður svarað og að hvaða leyti aðferðir grafíklistar geti nýst í grafískri hönnun í dag. Borin er fram skilgreining á grafíklist (e.printmaking) og grafískri hönnun (e.communication design) til að undirstrika að þetta er sitthvor miðillinn og aðferðir grafíklistar eru einnig útskýrðar. Stiklað er á stóru í íslenskri grafíklistasögu í því skyni að setja brautryðjandastarf Braga í sögulegt samhengi. Farið verður yfir uppvaxtarár og skólagöngu Braga til þess að kanna þá þætti sem mótuðu manninn og það sem leiddi til þess að hann ákvað að nýta sér aðferðir grafíklistar í list sinni. Útskýrt verður hvernig grafíklist fór að nýtast í hagnýtri grafík, sem síðar varð sérstök starfsgrein og nefnd grafísk hönnun. Notkun aðferða grafíklista í grafískri hönnun er rannsökuð með viðtölum við tvo grafíska hönnuði, annars vegar hönnuð sem hefur gert tilraunir með mismunandi aðferðir grafíklistar og nýtt í hönnun sinni síðastliðin ár og hinsvegar lektor við grafíska hönnunardeild í Listaháskóla Íslands. Að lokum er komist að þeirri niðurstöðu að Bragi Ásgeirsson vann mikið brautryðjandastarf í grafíklist á Íslandi og að aðferðir grafíklistar geta sannarlega nýst grafískum hönnuðum við hönnunargerð í dag.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47976


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rósmarý Hjartardóttir Grafíklist 2023.pdf708,37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna