is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47977

Titill: 
  • Spuni, lausn allra vandamála? : möguleg áhrif spuna á klassískt tónlistarnám
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þótt það hafi ekki farið hátt þá á spuni stóran þátt í tónlistarsögunni. Í raun er öll tónlist komin af spuna. Ekki er talið að spuni og klassísk tónlist eigi mikla samleið en eitt sinn var ætlast til þess að klassískir hljóðfæraleikarar gætu spunnið á staðnum eða unnið út frá ákveðnu efni. Spuni var einnig notaður til þess að veita einleikurum vettvang til þess að sýna fram á getu sína sem flytjanda. Hugarfar margra gagnvart spuna hefur þó breyst síðustu áratugi og eru til rannsóknir sem sýna fram á hvað spuni getur verið gagnlegur og þá sérstaklega í kennslu. Í þessari ritgerð verður fjallað um spuna í tónlist í víðu samhengi og vildi ég kanna hvaða áhrif spuni getur haft á klassískt tónlistarnám. Ég tók viðtal við núverandi nemanda við Listaháskóla Íslands, Diljá Finnsdóttur víóluleikara, sem hefur í námi sínu gert sér grein fyrir mikilvægi spuna og þeirra áhrifa sem hann getur haft á okkur sem tónlistarfólk sem og í daglegu lífi. Svo virðist vera sem spuni geti haft virkilega jákvæð áhrif á tónlistarnám og meðal annars aukið sjálfstraust og sköpunargleði nemanda, ýtt undir frumkvæði og minnkað framkomukvíða. Það sem vantar helst til að auka spunakennslu í klassísku tónlistarnámi er að virkja kennara og opna meira á samræðuna um hvað spuni er gott verkfæri fyrir tónlistarfólk. Spuninn sjálfur er bæði gagnlegur og gefandi og hægt er að nýta sér hann á svo margan og fjölbreyttan hátt.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47977


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Spuni, lausn allra vandamála? - Katrín Karítas.pdf361,44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna