Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47981
Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til BA-prófs í Skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands. Viðfangsefni BA-ritgerðarinnar er áhrif tónlistar á þroska barna. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna þau áhrif sem tónlist hefur á þroska barna, allt frá því að börn eru í móðurkviði og þangað þau komast á fullorðinsaldur. Áhrif þeirra á mál-, tilfinninga-, vitsmuna- og félagsþroska, tengslamyndun og hæfni þeirra til að takast á við margskonar áskoranir.
Rauði þráður ritgerðarinnar er að fræða fólk um „hina hlið“ tónlistarinnar. Það eru allir þeir þættir sem flestum dettur ekki til hugar að hugsa um. Þó svo að tónlistin sé eitthvað sem fylgir flestum og er oftar en ekki ómandi í bakgrunni lífs okkar allra, þá eru kannski ekki allir sem átta sig á því að á sama tíma er heilinn að vinna úr alls konar upplýsingum. Upplýsingum um takt, tónbreytingar, texta, einstaka orð, meiningu laganna, tilfinningarnar sem kunna að vakna við hlustunina og þau líkamlegu áhrif sem einnig kunna að vakna.
Stuðst er til dæmis við heimildir frá Helgu Rut Guðmundsdóttur, prófessor í tónlistarfræðum, Susan Hallam, prófessor í menntunar- og tónlistarsálfræði og Gary E. Mcpherson, tónlistarkennara, fræði- og tónlistarmanni sem hafa greint þá þætti sem tónlistin hefur á börn, allt frá móðurkviði og fram á fullorðinsaldur og eru dæmi tekin um hvernig þessi áhrif birtast í daglegu lífi þeirra. Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að áhrif tónlistar á börn, þá sér í lagi þau börn sem hafa fengið virkt uppeldi í tónlist eða verið mikið fyrir áhrifum tónlistar frá móðurkviði gangi betur með lestur, nám, málþroska og tungumál, vitsmuna-, tilfinninga- og félagslegan þroska ef eitthvað má nefna.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| BA Ritgerð - Áhrif tónlistar á þroska barna.pdf | 600,18 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |