Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47982
Í þessari ritgerð mun höfundur einblína á mikilvægi þess að styðjast við notkun hönnunarmáls í listrænu ferli. Hönnunarmál er tól sem hjálpar hverjum og einum að tjá sitt listræna tungumál. Það býr til takmarkanir og virkar sem einskonar leiðarvísir. Að hafa leiðarvísi til þess að fylgja í hönnunarferli er eins og að hafa glósur með sér í próf. Það má líta á hönnunarmál sem flýtileið sem hjálpar einstaklingum að komast hraðar að niðurstöðu. Fjallað verður um hönnuðinn Virgil Abloh sem studdist við notkun hönnunarmáls. Í ritgerðinni verður komið inn á það hvernig hann notaði þekkingu sína til þess að leggja drög að eigin reglum og takmörkunum. „Nothing is original” voru orðin sem hann notaði til þess að lýsa því að allar hugmyndir væru byggðar á hugmyndum annarra, sama hvort hönnuðir gerðu sér grein fyrir því eða ekki. Abloh byggði þannig hugmyndir sínar á hugmyndum fyrirmynda sinna. Hann lagði mikla áherslu á að þar sem ekkert væri „original” væri mikilvægt að hönnuðir gæfu sér leyfi til þess að sanka að sér upplýsingum og þekkingu annarra líkt og svampur. Hönnuðir ættu því ávallt að vera tilbúnir að læra eitthvað nýtt. Út frá þessari þekkingu setti hann upp sjö leikreglur sem hann studdist við í hönnun sinni. Á fyrirlestrinum „Insert Complicated Title Here“ deilir hann eigin hönnunarmáli og hvetur aðra til þess að nýta sér þekkingu annara og byggja ofan á hana. Í þessari ritgerð verður ljósi varpað á fjórar reglur af þeim sjö sem hann setti fyrir í sínu hönnunarmáli. Þessar leikreglur voru innblástur höfundar að byggja upp eigið persónulegt hönnunarmál. Höfundur reynir að tileinka sér hönnunarmál til þess að athuga hvort það leiði af sér skilvirkari niðurstöðu frá hugmynd að sköpun. Höfundur gerir margar tilraunir til þess að svara þessari spurningu og lítur til fortíðar til þess að skilja hvað mótar hönnunarval. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þar sem hönnunarmál er í stöðugri þróun eru niðurstöður hönnunar það líka. Höfundur setur sig í spor nemanda og bæði lærir af Abloh og byggir á hönnunarmáli hans. Líkt og svampur dregur höfundur í sig allar upplýsingar sem hann kemst yfir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ruby lokaritgerð ?.pdf | 3,02 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |