is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47983

Titill: 
  • Ég vil vera til staðar, forvitin, virk : Jennifer Walshe
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Írska tónskáldið Jennifer Walshe er sannkallaður frumkvöðull í tónsmíðum, og nýtir sér fjölbreyttar listgreinar í verkum sínum. Hún er mjög vakandi fyrir umhverfi sínu og samfélagi. Verk hennar hafa oft sterka samfélagslega skírskotun en eru líka skemmtilega leikræn, kómísk og ögrandi. Walshe hefur meðal annars skapað tónverk þar sem Barbie- dúkkur leika aðalhlutverkið, hún býr sér til hliðarsjálf, skapar ímyndaðan heim, notar búninga og förðun, lætur verk gerast á plánetunni Mars og nýtir sér gervigreind. Í þessari ritgerð er meginefninu skipt í þrjá kafla og hver og einn tileinkaður völdum verkum eftir Walshe. Hugmyndir á bak við „nýja fagið“ (e. New Discipline) og „útvíkkað svið“ (e. expanded field) eru skýrðar og gerð grein fyrir hvernig þær greina sig frá vangaveltum og stefnum um listræna sköpun hljóðs og framúrstefnutónlist sem voru ríkjandi á árunum eftir seinni heimsstyrjöld. Raunar hefur verið sagt að verk Walshe séu meðal annars borin uppi af spennunni milli musique concrète, mínimalisma, rafhljóðtæknilegrar tónlistar (e. electro- acoustic music) og radda. Walshe kærir sig kollótta um slíkar flokkanir. Hún lítur á sig sem tónskáld. Sjálf ljær hún stundum verkum sínum eigin rödd. Hugmyndir og verk Walshe verða ekki til úr engu heldur eiga rætur sínar í framúrstefnulist 20. aldar og þeirri áhugaverðu deiglu sem hefur skapast síðustu áratugina í kringum svokallaða hljóðlist. En Walshe hefur tekist að skapa sér sérstöðu, hún hefur komið með nýjar víddir inn í tónlistarsköpun og tónlistarflutning.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47983


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hulda Ragnhildur Hjalmarsdóttir_Lokaritgerð_Nýmiðlar_2023.pdf9,6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna