is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47984

Titill: 
  • Ég og Hún
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tengingarleysi við hinn innri hugarheim getur reynst erfitt. Þetta ástand getur haft áhrif á sjálfsálit og hegðun hvers og eins. Rannsóknarefni er innblásið af innri togstreitu og tengingaleysi höfundar við hluta af sjálfum sér. Leitast verður eftir að endurheimta þennan hluta og taka hann í sátt með því að rannsaka skugga og samband hans við líkama og athuga hvernig nýta mætti það við hönnun fatnaðar. Skugginn verður persónuvæddur með þeim bælda hluta sem höfundur vill kynnast og endurheimta. Til þess að varpa ljósi á hið flókna samband á milli skugga og líkama verður fjallað um hina víðsfrægu sögupersónu Pétur Pan og hvernig samband hans við eigin skugga er háttað. Í byrjun barnasögunnar, verður Pétur viðskila við skuggann sinn og getur ekki með nokkru móti sameinað þá á ný. Vanda, önnur sögupersóna, veit ein ráðið við því, að þarf að sauma skuggann á. Þá aðferð mun höfundur hafa að leiðarljósi til þess að kanna eigið samlífi við skugga. Út frá sálfræðikenningu Richard Schwarts um hið innra fjölskyldukerfi, verður fjallað um hvernig sjá má skugga sem birtingamynd af tilteknum hluta af innri hugarheimi einstaklings. Schwartz heldur því fram að sjálfinu megi skipta niður í ólíka hluta sem allir gegna mismunandi hlutverkum. Ólíkir hlutar sjálfins vinna þannig saman í von um að finna jafnvægi á líðan og hegðun einstaklings. Fjallað verður um hvernig skilja má samband líkama og skugga í samhengi við skilgreiningar um samlífi, með það að markmiði að þróa friðsamlegt samlífi skugga og líkama höfundar sem sýnt verður í hönnunarrannsókn höfundar. Dreginn var innblástur frá verkum þriggja ólíkra listamanna, þeirra Ana Mendieta, Adam Frank og Rick Owens, sem greint verður frá í ritgerðinni. Verkin hafa það sameiginlegt að nýta ýmist líkama eða skuggamynd hans sem miðil og rýnt verður í verkin út frá fyrri skilgreiningum. Helstu niðurstöður rannsóknar liggja í þróun friðsamlegs samlífis líkama höfundar og eigin skugga sem fæst með sameiningu þeirra í fatnaði.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47984


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Skil!!!!!sk.pdf2.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna