is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47985

Titill: 
  • Umbúðir mjólkurvara : þróun umbúða hjá MS
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er þróun umbúða á mjólkurvörum skoðuð með áherslu á Mjólkursamsöluna. Farið er yfir hvernig umhverfisvitund neytenda hefur aukist og haft áhrif á þróun umbúða en einnig hvernig nýjar reglugerðir frá Evrópusambandinu hafa haft áhrif á þróun umbúða mjólkurvara. Skoðað er notagildi umbúða í nútíma samfélagi og hverjar kröfur neytenda eru í dag. Meðal annars er skoðað hvaða eiginleika umbúðir þurfa að hafa, áhrif á geymsluþol, þægindi í notkun fyrir neytandann og flutning vörunnar. Mjólkursamsalan verður skoðuð og sú þróun sem hefur átt sér stað í umbúðum hjá þeim, frá því þau seldu mjólk í gleri að plastskeiðalausum skyrdósum.
    Nýjar aðferðir sem notaðar eru við pökkun matvæla eru til umfjöllunar, svo sem snjallumbúðir (intelligent packaging) og virkar umbúðir (active packaging). Fjallað er um ný efni sem hafa verið þróuð hérlendis og erlendis sem ætluð eru í umbúðir almennt, eins og filmur úr þara og trefjaefni úr lúpínum. Í niðurstöðum er skoðað hverjir möguleikar framtíðarinnar eru í efnisvali umbúða og hvernig hægt væri að nýta þau efni sem hafa verið í þróun. Skoðað verður hvernig hægt væri að aðlaga mjólkurvörur að nýjum umhverfisvænni umbúðum.
    Hlutverk hönnuða verður sífellt mikilvægara þegar kemur að þróun og framleiðslu umbúða, bæði innan matvælafyrirtækja og umbúðaframleiðenda.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47985


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Umbúðir mjólkurvara_Þróunn umbúða hjá MS, Þórunn Harpa, BA-ritgerð.pdf555,28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna