is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47987

Titill: 
  • Inn í annan heim : gáttir fantasíu í list og tísku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gáttir eru fyrirbæri sem koma fram í ýmsum skáldskap. Þær eiga sér sérstakan stað í frásögnum fantasíu og kallast sá undirflokkur gátta fantasía. Fantasían sem gáttir m.a. tilheyra er flókin og fjölhæf tegund frásagna sem felur í sér meiri strúktúr en aðrar skáldsögur og getur því skapað alveg nýja heima án nokkurra takmarkana. Þar sem trúverðugleiki og innri samkvæmni fantasíunnar er ávallt í fyrirrúmi er mikilvægt að þeir einstaklingar sem njóta hennar taki tilfinningalega og vitsmunalega þátt til þess að verða sannfærðir um tilvist hennar. Gáttir eru gjarnan túlkaðar sem milliheimur og sýndar sem op frá raunheimi inn í fantasíuheim en það er þó ekki algilt. Þær gegna mikilvægu hlutverki og hafa áhrif á þá sem í gegnum þær fara. Þær eru því ekki aðeins tengipunktur eða landamæri þar sem tveir heimar mætast heldur einnig taka þær þátt í samræðum, móta og endurmóta þau svið sem þær tengja saman. Því má segja að gáttir, hvort sem þær eru efnislegar eða myndlíkingar, séu táknmynd fyrir sjálfsskoðun og afhjúpun á fjarstæðukenndum hliðum heimsins og sjálfsins. Þar sem fantasía og þar með gáttir eru ekki bundnar einu listformi er áhugavert að skoða þær í samhengi listar og hönnunar. Gáttir verða túlkaðar í verkum þriggja listamanna. Sögurnar um Narníu eftir C.S Lewis, sería innsetninga Yayoi Kusama og þverfagleg og gagnvirk verk Richard Malone. Þessi lærdómur er síðan tekinn saman og yfirfærður í hönnunarferli höfundar þar sem hann hefur leit að gáttum í fatahönnun. Op sem tákna gáttir eru staðsett á líkama, þar sem báðir heimar, raunheimur og fantasía fá að njóta sín í formi fatnaðar. Helstu niðurstöður liggja í myndlíkingum þar sem mismunandi aðferðir mæta ýmsum efnum.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inn í annan heim.pdf2.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna