is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47989

Titill: 
  • Leikreglur náttúrunnar : Hvaða tækifæri felast í því að nota aðferðafræði biomimicry við hönnun á sviði íþrótta og hreyfingar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verða skoðuð tækifæri sem leynast í því að nota aðferðafræði biomimicry í íþróttastarfsemi. Það verður fjallað um hvað biomimicry er ásamt hvað kjarnar aðferðafræðina. Aðferðafræðin snýst um það að læra af vistkerfum náttúrunnar til þess að hanna á sjálfbærari og skilvirkari máta.
    Einnig eru skoðaðar fleiri vistvænar aðferðir til þess að hanna eins og bioutilization, biophilia og cradle to cradle. Cradle to cradle aðferðafræði var kjörnuð í bók sem heitir Cradle to Cradle eftir William McDonough og Michael Braungart. Sú bók var byltingarkennd fyrir höfund þessarar ritgerðar og opnaði fyrir honum heim um sjálfbæra hönnun og hvernig hægt er að öðlast hana.
    Í framhaldi að því er rýnt í sögu íþrótta. Hvenær byrjaði mannkynið að iðka íþróttir og hvernig voru hinir Fornu Ólympíuleikar? Einnig er rýnt í áhrif íþrótta á umhverfið með plastnoktun og mengun, hvernig íþróttir og náttúran ganga saman hönd í hönd og mikilvægi þess að viðhalda heilbrigðu sambandi á milli þeirra.
    Þá er spurt af hverju biomimicry og íþróttir? Hvað geta íþróttir mögulega öðlast á því að innleiða aðferðafræði biomimicry í sína hönnun? Tekið er dæmi um hvernig silki úr könguló er sterkara en sterkustu manngerðu efnin og það er fjallað um mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika og hvernig hann hefur aldrei verið á verri stað í sögu jarðar. Fjallað er um núverandi markmið íþróttaiðnaðarins þegar kemur að sjálfbærni og að lausnir biomimicry sé hægt að finna í líffræðilegri þróun náttúrunnar.
    Þar á eftir eru tekin fyrir dæmi sem sýna fram á hvernig biomimicry hefur tekið þátt í uppbyggingu íþróttastarfsemis og hefur meðal annars sýnt fram á aukið öryggi, frammistöðu og sjálfbærni. Þessi dæmi voru innblásinn af fuglahreiðri, ljóstillífun, spætu, dægurflugu og hákarlahúð.
    Í seinasta kafla er fjallað um hvernig hönnuðir geta tekið sín fyrstu skref í að rannsaka og innleiða aðferðafræði biomimicry í sína verkferla.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að miklir möguleikar fyrir aðferðafræði biomimicry eru til staðar innan íþóttar en hingað til hefur áhersla hönnun í íþróttum verið mest megnis lögð á frammistöðu íþróttafólks. Höfundur telur að svo aðferðafræði biomimicry geti keppt við núverandi hönnun í íþróttum þurfi áherslan að vera á bæði frammistöðu og sjálfbærni en aldrei aðeins eitt þeirra.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47989


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð - Elvar Þorri.pdf8.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna