is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47990

Titill: 
  • Framtíð sköpuð með táknum fyrri alda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða ástæður og hvata á bakvið notkun listahópsins PC Music á fornum táknum í verkum sínum. Ólíkum aðferðum er beitt til þess að nálgast viðfangsefnið. Í fyrri kafla ritgerðarinnar er notkun listamanna PC Music á fornum táknum skoðuð út frá póstmódernískum kenningum. Kenning Baudrillard um ofurveruleika og aðrar póstmódernískar kenningar henta vel til að skoða flókna og mótsagnakennda hugmyndafræði PC Music sem gæti annars vegar verið túlkuð sem ádeila en hins vegar sem þátttaka eða dýrkun á neysluhyggju samtímans. Í seinni kaflanum er notast við þrjá ólíkar nálganir í þeim tilgangi að varpa ljósi á notkun listahópsins á fornum táknum. Skoðað er hvernig listamenn PC Music nýta sér tákn og erkitýpur ævintýra í listsköpun sinni. Hvernig neyslumenning frjálshyggjunnar hefur mótað merkingu þeirra og hvers vegna það hentar listafólki PC Music vel. Einnig er skoðuð djúpstæð þörf mannsins fyrir sjálfskoðun sem birtist í samanburði hans við dýraríkið. Öldum saman hefur maðurinn speglað möguleika sína og takmarkanir í dýrunum í kringum sig. Þessi speglun birtist meðal annars í blöndun ólíkra dýrategunda og manna. Skoðuð er notkun PC Music á þessari blöndun og hvers vegna hún hentar hugmyndafræði þeirra. Loks er fornmunurinn sem táknmynd í vísindaskáldsögum skoðaður. Skoðað er hvernig tákn fortíðar sem hafa fjarlægst upprunalega merkingu sína eru inngönguleið inn á svæði skáldskaparins þar sem dulúð fortíðar og framtíðar mætast. Það er ljóst að tilgangur fornra tákna í meðferð PC Music er margþættur og flókinn. Hátt flækjustig hugmyndafræði PC Music og eðli tákna og merkinga þeirra veldur því að erfitt er að komast að afdráttarlausri niðurstöðu um tilgang fornra tákna í verkum PC Music. Í ritgerðinni eru þó dregnar ályktanir af viðtölum við listamenn og greiningu á verkum þeirra með hjálp fræðikenninga póstmódernisma sem benda til ákveðinna ástæðna fyrir notkun þeirra. Mögulegar ástæður eru of margar til að telja upp hér en dæmi um þær sem eru mest áberandi eru einföld og alþjóðleg merking táknanna, óljós merking þeirra sem gerir þeim kleift að taka á sig nýja merkingu til framtíðarsköpunar og möguleiki þeirra til að skapa spennu og setja neysluhyggju nútímans í forgrunn.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47990


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð v.1.8 - Hugi Þeyr Gunnarsson.pdf1,79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna