is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47991

Titill: 
  • Járnframleiðsla Íslendinga áður fyrr : lærdómur dreginn af ýmsum þáttum í fornu handverki til þess að efla sjálfbæra og vistvæna nýtingu á íslenskum efnivið í sátt við náttúru landsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Járnframleiðsla á Íslandi á fornöld var gerð með ákveðinni framleiðsluaðferð sem kölluð hefur verið rauðablástur og á þessi verknaður sér áhugaverða og leyndardómsfulla sögu sem fjallað verður um í þessari ritgerð. Fornleifafræðingar telja að Íslendingar hafi framleitt járn frá landnámi og fram eftir miðöldum. Mörg dæmi eru um járnfund við uppgröft fornleifafræðinga á Íslandi. Meðal þess sem fundist hefur eru járnnaglar sem eru algengasti fundurinn sem og hnífar, önglar, lyklar og margt fleira. Jafnframt hafa svokallaðar járnvinnslustöðvar fundist og grafnar upp þar sem gjallhaugar, járnklumpar og ofnarústir hafa fundist sem eru skýr merki um járnframleiðslu. Járnið var unnið með rauðablæstri en það er aðferð við framleiðslu járns úr mýrarauða og viðarkolum. Mýrarauðinn kemur úr votlendi og kolin gerð úr trjám og þá aðallega birkitrjám á þessum tíma. Í verkið þarf einnig þéttan og heitan ofn. Þó að til séu tiltölulega öruggar heimildir um rauðablástur hér á landi og þessi aðferð þekkt við framleiðslu járns úti í heimi þá vita fornleifafræðingar ekki fyrir víst hvernig fólk fór nákvæmlega að hér á landi. Ekki hafa fundist almennilegar heimildir varðandi uppbyggingu og gerð ofnsins og liggur því þar nokkur óvissa um aðferðina. Einhverjir hafa reynt að endurgera þetta handverk út frá getgátum og fengið ágætis smíðajárn úr tilraunum sínum.
    Höfundur spyr sig hvaða lærdóm vöruhönnuðir og aðrir geti dregið af rauðablæstri. Í gegnum þær spurningar skoðar höfundur og setur í samhengi stöðu votlendis á Íslandi í dag. Votlendi er viðkvæm náttúruauðlind vegna stórfelldrar framræsingar í gegnum tíðina og er því upptaka járnframleiðslu úr mýrarauða ekki valkostur að svo stöddu að mati höfundar. Eftir viðtöl, lestur og ritgerðarskrif hefur þó gífurlegur lærdómur mótast hjá höfundi og þá helst vangaveltur um efniviðinn og tæknina við rauðablásturinn sem vakið hefur áhuga í skrifunum.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47991


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristrún. Lokaskil. Járnframleiðsla Íslendinga áður fyrr..pdf922,03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna