is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47992

Titill: 
  • Að finna sig í fánum : hinsegin fánar og þörfin fyrir skilgreiningum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við eigum okkur öll fána, tákn sem við tengjum við og kennum okkur við. Þó eiga sumir fleiri en aðrir. Þessi ritgerð fjallar um hinsegin fána og hvers vegna við eigum svona mikið af þeim. Í fánasögu heimsins eiga þeir sér stutta en dramatíska sögu. Nú er þeim flaggað víðsvegar um heim sem baráttumerki og tákn um samstöðu. Í ritgerðinni verður farið yfir uppruna fána, ris regnbogafánans og hvernig mismunandi hinsegin samfélög bjuggu sér svo til sína eigin fána. Rýnt verður í augnarblik í hinsegin sögunni þar sem ungt fólk kom saman á netinu og stofnaði hreyfingu til þess að finna sig. Þessi hreyfing fékk nafnið MOGAI (Marginalized Gender, Orientations and Intersex) og stunduðu meðlimir hennar að skilgreina nýjar kynhneigðir, kyn og hugtök og fána til þess að fylgja þeim öllum. Einnig verður litið á þau áhrif sem fánar hafa á okkur, meðvitað og ómeðvitað og hvernig táknum er hægt að snúa gegn okkar eigin hagsmunum. Þessi ritgerð er samblanda af sögulegri frásögn og heimspekilegum, sagnfræðilegum og félagsfræðilegum kenningum um það hvers vegna fánar skipta okkur máli.
    Hönnun getur hjálpað okkur að finna okkur, staðsetja okkur í stærra samhengi og sýna öðrum hver við viljum vera. Þó markmið hönnunarinnar náist ekki alltaf þá voru allir þessir fánar hannaðir af manneskjum sem vildu fá að tilheyra. Niðurstöður þessarar ritgerðar er að fánar eru gífurlega sterk tákn sem geta einfaldað fólki að sjá fyrir sér hópa af fólki. Þetta getur verið notað til góðs og ills. Í hinsegin samfélagi er það sérstaklega mikilvægt að geta stjórnað sínum eigin táknum því annars fær það ekki að segja sína eigin sögu.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að finna sig í fánum - Sindri Freyr Bjarnason.pdf1.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna