Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47994
Í ritgerðinni er bókaformið á Íslandi skoðað og saga þess rakin aftur til kristinna manna og skinnhandritanna, fram til offsetprents og að lokum til bókverkagerðar hjá listamönnum nútímans. Einnig er fjallað ítarlega um tækniframfarir í prentiðnaði og áhrif þeirra á bókina. Kynnt verða til sögunnar helstu frumkvöðlar og stefnur sem skiptu sköpum í sögu miðilsins og fjallað um afrek þeirra. Í ritgerðinni er einnig fjallað um tímaritið Birting og þá aðila sem komu að því, fulltrúa framúrstefnunnar (e. avant garde) á Íslandi og að lokum farið í feril Dieters Roth, veru hans á landinu og áhrif hans á íslenskt listalíf.
Niðurstöður ritgerðarinnar eru að bókaformið tók miklum breytingum á miðri 20. öldinni. Úr hinni hefðbundnu bók sem hýsir texta, varð til bókverkið. Skörun milli mismunandi listforma einkenndi tíðaranda listasenunnar á þessum tíma og hafði áhrif á fulltrúa framúrstefnunnar á Íslandi. Fremstur í þeim hópi var Dieter Roth sem kom til landsins árið 1957 og hafði gríðarleg áhrif.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
thorhallur_BA_graho.pdf | 472,2 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |