Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47997
Í eftirfarandi ritgerð er rannsakað hvað þarf til þess að búa til dystópíur, ekki einungis þegar kemur að fatnaði, heldur einnig á hinum og þessum sviðum listar og sköpunar. Skoðuð eru samhengi í raunheimi og hvaðan hugtakið á uppruna sinn. Dæmi um dystópíur er hægt að finna í raunheiminum alveg eins og í skáldsögum og verður farið yfir nokkur þeirra. Túlka má hugtakið á fleiri en einn hátt og verður því farið út í það hvernig hægt er að nota það sem nokkurs konar leiðarvísi fyrir sköpunarferli. Litið er á þekkt dæmi um dystópíur frá listamönnum og hvernig þeim hefur tekist að skilja eftir sig arfleifð í formi myndefnis, hvort sem það skyldu vera málverk, teiknimyndasögur eða fatnaður. Farið er yfir þær aðferðir sem rannsakaðar voru í ferlinu, hvernig hægt var að nýta þær aðferðir sem hafa verið lagðar fram af öðrum listamönnum og byggja ofan á þær. Aðferðafræðin sem varð til við gerð rannsóknarinnar verður síðan skoðuð og hvernig hún nýtist við gerð fatnaðar. Að lokum er farið yfir þær mismunandi prufur sem gerðar voru í rannsóknarferlinu og hvernig þær tengjast viðfangsefninu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
The Manor _ Fall From Grace - BA (1).pdf | 23.48 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |