is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47998

Titill: 
  • Gæði í myrkri og ljósi : jafnvægi tveggja heima í blæbrigðum, skynjun og líðan.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð til BA prófs við Listaháskóla Íslands er fjallað um mikilvægi jafnvægis á milli ljóss og myrkurs og gæði þeirra beggja. Ljós og myrkur hefur áhrif á daglegt líf fólks og vert er að fjalla um það sem hversdagslegt fyrirbæri en einnig út frá vísindalegum fræðum. Ljósvist og lýsingarhönnun eru tveir gríðarlega mikilvægir þættir sem eru oftar en ekki eftirtektarverðir fyrr en þeir eru í samhengi listar, menningar, hönnunar eða arkitektúrs. Tilfinningar okkar, rútína og skynjun á umhverfi okkar veltur á ljósa- og myrkuragæðum, hvort sem við tökum eftir því eða ekki. Greint verður frá notkun á ljósi í rými og mikilvægi myrkurgæða, þar sem mimunandi menningarheimar eru settir í samanburð. Skoðað verður viðhorf gagnvart myrkri og hvernig hægt er að nýta ljós til að koma á móts við skynfæri og líðan. Efnisval og litir koma einnig við sögu. Einnig verður fjallað um hönnuði, listamenn og arkitekta sem hafa stúderað ljósa- og rýmishönnun, hvernig þeir nýta sér aðferðir til að nýta ljós í listir og hvernig umhverfið tekur mikinn þátt í þeim ferlum. Í gegnum ritgerðina greinir höfundur frá þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á myrkurgæðum og notkunarmöguleikum ljóss í rýmishönnun og umhverfi sem hefur áhrif á líðan okkar.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47998


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gæði í myrkri og ljósi; jafnvægi tveggja heima í blæbrigðum, skynjun og líðan..pdf10,41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna