Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48002
Gervigreind hefur í langan tíma verið mjög áhugavert umræðuefni þegar verið er að ræða um nýsköpun og hugmyndavinnu. En árið 2022 gaf fyrirtækið OpenAI út gervigreindarforritið ChatGPT sem byrjaði nýja byltingu í gervigreindarheiminum, eftir á fylgdu ótal mörg gervigreindarforrit með sem hafa öll verið í kappi við hvort annað. Margir sem hafa ekki kynnt sér gervigreind vita ekki hvort eða hvernig hún getur verið hjálpleg í hlutum tengdum grafískri hönnun eins og hugmyndavinnu og myndagerð. En sumir hönnuðir sem hafa fylgst vel með þróun gervigreindar eru ekki of spenntir fyrir henni en vita að hún mun verða hluti af grafískri hönnun í framtíðinni. Þó það sé rétt að allir ættu að vera varkárir í tengslum við gervigreind eru samt til góðar leiðir við að nota hana. Það verða alltaf kostir og gallar við notkun gervigreindar í grafískri hönnun.
Í þessari ritgerð rannsaka ég notkun gervigreindar í grafískri hönnun og hvernig hægt er að nota hana í grafískum verkum. Ég tók viðtal við tvo hönnuði frá tveimur auglýsingastofum og fékk álit þeirra á notkun gervigreindar í grafískri hönnun. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að gervigreind er spennandi nýtt tól fyrir grafíska hönnuði og miðað við þá þróun sem hefur orðið á þessu eina ári frá því að ChatGPT leit dagsins ljós, þá er framtíðin spennandi með notkun hennar í grafískri hönnun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA Ritgerð Einar.pdf | 22,48 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |