Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/48007
Í þessari ritgerð er fjallað um spunakennslu í djass-samhengi og ýmsar kennsluaðferðir sem notaðar eru með byrjendum á því sviði. Rýnt er í kennslubækur þar sem farið er yfir ýmis hugtök og aðferðir. Þá eru tekin viðtöl við fimm tónlistarkennara sem spurðir eru fjögurra spurninga sem tengjast spunakennslu og svör þeirra borin saman. Kennararnir kenna á mismunandi hljóðfæri. Tveir þeirra kenna á gítar, einn á saxófón, einn á trompet og einn á píanó. Í lok ritgerðarinnar eru kennsluaðferðir skoðaðar og gerð tilraun til að finna rauða þráðinn sem tengir þær saman.
Mikilvægt er að byrja á einföldum hugmyndum þegar um byrjendur í spunakennslu er að ræða. Þannig nær nemandi utan um það sem verið er að kenna og námsefnið verður jafnframt skemmtilegt frekar en eitthvað til að vera smeykur við. Þar skiptir hendingamótun miklu máli. Það að hugsa lagrænt getur gefið spunanum meira líf og hljómar hann þá meira sannfærandi. Stór hluti tónlistarnáms, þ. á m. spuni, er virk hlustun á ýmsar tegundir tónlistar. Þannig nær nemandi dýpri skilning á tónlistinni sem hann er að spila. Einnig er mikilvægt að spilagleðin skíni í gegn frekar en að eyða of miklum tíma í fræðilegu hliðina á spuna, þó það sé mjög mikilvægt seinna meir í náminu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Spunakennsla.pdf | 490.14 kB | Open | Complete Text | View/Open |