is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4801

Titill: 
  • Umfjöllun um fósturskimun og greiningu fyrir Downs heilkennum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vettvangur fósturrannsókna á Íslandi hefur lítið verið rannsakaður en í ritgerðinni mun ég skoða áhrif og afleiðingar fósturrannsóknia fyrir Downs heilkennum hjá þunguðum konum á Íslandi. Mæðravernd er svipuð á Íslandi og í öðrum löndum Evrópu þar sem konur sækja hana innan heilbrigðiskerfisins og er norrænt velferðarkerfi fyrirmynd Íslendinga í þessum eins og fleiri heilbrigðismálum. Frá árinu 1978 hefur konum sem taldar eru í áhættuhópi vegna aldurs verið boðin legvatnsástunga til að greina litningafrávik hjá fóstri. Með aukinni þekkingu og tækni á vettvangi fósturrannsókna er hægt að skima fyrir fráviki hjá fóstri á fyrsta hluta meðgöngu. Slík aðferð býður upp á líkindamat sem gefur 70-90% öryggi um að um frávik sé að ræða. Rannsóknin er öruggari aðferð en legvatnsástunga sem hefur í för með sér 0.5 til 1,5% hættu á fósturláti en á móti gefur legvatnsástunga áreiðanlegri niðurstöðu. Hátt hlutfall verðandi foreldra þiggja snemmskoðun og velja að enda meðgöngu þegar jákvætt svar úr greiningu er fengið um frávik hjá fóstri. Hvaða þættir í umhverfi foreldra hefur áhrif á val þeirra? Er hægt að greina ákveðna stýringu valds og þekkingar hjá yfirvöldum heilbrigðiskerfis Íslands þegar þessi niðurstaða er skoðuð? Í dag er snemmskoðun hluti mæðraverndar þó verðandi foreldrar beri kostnað sjálfir.Vettvangur fósturrannsóknia er flókinn og um afar viðkvæmt málefni er að ræða sem endurspeglast í umræðu sem fjallar um siðfræðilegar spurningar málaflokksins, sem snúast gjarnan um tilverurétt barna með Downs heilkenni. Einnig hefur verið deilt um að siðfræðileg og gagnrýnin umræða hafi ekki verið nægilega markviss samhliða tækniframförum og aukinni þekkingu í fósturrannsóknum.

Samþykkt: 
  • 29.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4801


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Umfjöllun um fósturskimun og greiningu fyrir Downs heilkennum á Íslandi.pdf539.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna