Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48010
Á Íslandi er fjöldinn allur af eyðibýlum og yfirgefnum bæjarstæðum. Sandgerði er engin undantekning frá því. Verkefnið snýst um að sýna fram á hvaða möguleikar geta verið fólgnir í yfirgefnum bæjarstæðum og hvernig nýta megi gamlar rústir.
Fjölskylda, sem er samansett af þremur kynslóðum, ætlar að flytja aftur í Sandgerði. Þau eru að hefja nýjan kafla í lífinu og þarfnast húsnæðis sem hýsir þau, kýr og glerverkstæði. Þau velja sér yfirgefið býli sem nefnist Hólshús, rétt sunnan Sandgerðis, ekki hús, heldur gamall grunnur sem þau hyggjast endurheimta. Saga íslenska torfbæjarins veitir innblástur þar sem hönnunin gengur út frá náinni samvist manna og dýra í leik og starfi. Atvinna þeirra og lifibrauð verður staðsett í húsi sem er innangengt frá íbúðarhúsnæðinu. Hver hönnunarþáttur er vandlega úthugsaður út frá gamla grunninum þannig að hann verður hluti nýbyggingarinnar. Veggir hans fá að koma inn úr kuldanum og verða innveggir. Verkefnið snýst ekki einungis um ferðalag einnar fjölskyldu. Þetta er hluti af stærra átaki til að endurheimta eyðibýli víðs vegar um Ísland, varðveita menningararfleifð okkar og land.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Endurheimt.pdf | 29,47 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |