is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48024

Titill: 
 • Viðhorf íþróttakennara á fyrirkomulagi skólaíþrótta : er fyrirhuguð breyting á sundkennslu til góða?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sund spilar stóran sess í íslenskri menningu og eru sundlaugar og náttúrulaugar landsins mikið nýttar, bæði yfir vetrar- og sumartímann. Sund er frábær heilsuefling fyrir unga sem aldna og má sjá alla flóru Íslands í heitum pottum og rennibrautum víðs vegar um landið. Markmið þessar rannsóknar var að skoða viðhorf íþróttakennara til breytinga á sundkennslu sem Reykjavíkurborg hefur lagt upp með, að breyta sundkennslu á unglingastigi í valfag.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf íþróttakennara til fyrirhugaðra breytinga sundkennslu á unglingastigi og hvort að þeir hefðu aðrar hugmyndir til að betrumbæta fyrirkomulag sundkennslu á Íslandi. Spurningalisti var sendur á íþróttakennara þar sem þeir fengu vettvang til að segja sínar skoðanir nafnlaust.
  Niðurstöður benda til þess að íþróttakennarar séu mótfallnir tillögum Reykjavíkurborgar og hafa miklar áhyggjur að þetta sé hluti af skerðingu á kennslu í skólaíþróttum, þar sem hreyfistundum í skólum muni fara fækkandi. Meirihluti svarenda er sáttur með fyrirkomulagið eins og það er en sjá samt sem áður tækifæri til úrbóta.
  Mikilvægt er að eiga samræður við þá sem hafa reynslu af því að vinna við íþróttakennslu og að hafa starfandi íþróttakennara með í ráðunum þegar verið er að setja fram tillögur um breytingar. Breytingar verða fyrst og fremst að snúast um hag barnanna.

 • Útdráttur er á ensku

  Swimming plays a big part in Icelands culture and can you see both swimming and nature pools being used over winter and summer time. Swimming is a great excercise for people of all ages and you can see people of every shape and form in hot tubs and slides across the country. The objective of this study was to get the perspective of physical education teacher on the proposed changes that Reykjavik has planned for swimming lessons in secondary school. The objective of the study was to find out the perspective of the physical education teachers in Iceland to changes on swimming lessons in school and if they have other ideas to make swimming lessons in Icelandic secondary schools better. Questionnaire was sent out to physical education teachers where they got a change to speak their mind anonymously. Findings suggest that physical education teachers are against the idea that the city of Reykjavik proposed and are greatly concerned that it may lead to less time for physical education, and physical movement opportunities. Majority of physical education teachers are satisfied with the current arrangement but still see opportunites for improvement. It is important to have conversations with those who have taught physical education as well as those who are currently working as a physical education teacher in secondary schools when a city is proposing changes to the school curriculum. Changes have to first and foremost be beneficial for childrens educations and wellbeing

Samþykkt: 
 • 18.6.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/48024


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaskilOVL.pdf615.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna