Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/48027
Skapandi leiðir að kennslu hafa ekki verið í forgrunni íslenskrar námskrár tónlistarskóla eins og hún er í dag. Lagasmíðar og spuni er þáttur tónlistar náms sem gefur nemendum nýja leið til þess að nálgast námsefnið á skapandi hátt. Margar kennslufræðilegar rannsóknir á námi sýna það að skapandi hugsun nemandans sé árangursrík í kennslu. Þarmeð er skoðað hvort kennsla í listgreinum ætti ekki að fylgja því fordæmi. Farið verður yfir skilgreiningar á spuna og lagasmíðum og skoðað hvernig þessi hugtök tvinnast saman. Einnig verður farið í fræðilegan bakgrunn á lagasmíðanámi og spuna og skoðaðar kennslufræðilegar kenningar sem fjalla um listsköpun í námi. Tekin voru viðtöl við fjóra kennara um nálgun þeirra á kennslu í lagasmíðum og spuna. Kennararnir eru með ólíkan bakgrunn og mismunandi aðferðir við skapandi kennslu. Þessar aðferðir eru bornar saman og túlkaðar til þess að finna árangursríkar leiðir við skapandi tónlistarkennslu. Spurt var um skoðanir á vægi skapandi þátta eins og lagasmíðum í námsskrá, þær skoðanir voru teknar fyrir og túlkaðar. Niðurstöðurnar sýndu fram á að áhugi var fyrir því að lagasmíðar ættu að hafa meira vægi í prófum og að námskráin ætti að endurspegla það. Þannig gætu nemendur fengið frelsi til þess að læra á meira skapandi máta út frá eigin forsendum.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
B.mus Ritgerð Magnús Þór Sveinsson.pdf | 305.59 kB | Open | Complete Text | View/Open |