Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48031
Bakgrunnur: Líknarmeðferð miðar að því að fyrirbyggja og/eða draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og andlegri þjáningu einstaklinga með alvarlega langvinna og lífsógnandi sjúkdóma. Viðurkenning á mikilvægi samskipta á milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks hefur aukist og talið er að samskipti eigi stærstan þátt í því að bæta gæði líknarmeðferðar.
Tilgangur: Megintilgangur rannsóknarinnar var að kanna reynslu einstaklinga sem voru í líknarmeðferð af þjónustu sem veitt var annars vegar heima og hins vegar á bráðalegudeildum með áherslu á samskipti við heilbrigðisstarfsfólk.
Aðferðafræði: Eigindleg rannsóknaraðferð með fyrirbærafræðilegri nálgun varð fyrir valinu. Gagna var aflað með viðtölum með notkun hálfstaðlaðs viðtalsramma. Úrtak samanstóð af 10 einstaklingum í líknarmeðferð, níu konum og einum karli. Sjö þrep Colaizzi voru höfð til hliðsjónar við greiningu gagna.
Niðurstöður: Við greiningu gagna komu í ljós þrjú meginþemu: 1) Sérhæfð líknarmeðferð í heimahúsi lífsnauðsynleg með undirþemunum: færri innlagnir á sjúkrahús, öryggi í sólarhringsþjónustu og persónuleg samskipti; 2) Samskipti á erilsömum bráðalegudeildum með undirþemunum: álag og tímaskortur og önnur valdastaða; 3) Þjónusta í sjúkdómsferli með undirþemunum: mikilvægi samfellu, skýr upplýsingagjöf, stuðningur við fjölskyldu og árangursrík mannleg samskipti. Niðurstöður rannsóknarinnar benda á mikilvægi færni í samskiptum í líknarmeðferð. Niðurstöður sýndu almenna ánægju og jákvæða reynslu þátttakenda af samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk þar sem fram kom mikilvægi virðingar, trausts, heiðarleika og að samskipti færu fram á jafningjagrundvelli. Meiri ánægja var með samskipti sem fram fóru heima en þau sem fram fóru á bráðalegudeildum sjúkrahúsa.
Ályktun: Einstaklingar í líknarmeðferð hafa þörf fyrir árangursrík mannleg samskipti í sjúkdómsferlinu. Mikilvægt er fyrir heilbrigðisstarfsfólk að öðlast og viðhalda færni í samskiptum við einstaklinga í líknarmeðferð svo þjónustan verði skilvirkari. Samfella í þjónustu, skýr upplýsingagjöf og stuðningur við fjölskyldu hefur áhrif á öryggi og vellíðan þátttakenda. Frekari rannsókna er þörf á reynslu einstaklinga í líknarmeðferð til að efla gæði í þjónustu við þann sjúklingahóp.
Lykilorð: Samskipti, líknarmeðferð, bráðalegudeild, heilbrigðisstarfsfólk
Background: The aim of palliative care is to prevent and/or decrease physical, psychosocial and mental suffering among patients suffering from serious long-term and life threatening diseases. Ackowledgement of the importance of communication between patients and healthcare professionals has increased and is believed to be a major factor in improving the quality of palliative care.
Aim: The main purpose of this research was to investigate patients‘ experiences of palliative care services provided at home and in an acute hospital setting, emphasizing communication with healthcare professionals.
Method: A qualitative method using a phenomenological approach was chosen. The data was collected through interviews with support of a semi-structured interview frame. The sample consisted of 10 individuals who were receiving palliative care. Colazzi‘s seven steps guided the process of analysis.
Results: Data analysis revealed three main themes: 1) Specialized palliative care provided at home is vital with the sub-themes: fewer admissions to hospitals, security in 24 hour service and personal communication; 2) Communication in the busy acute wards with the sub-themes: stress and lack of time and other positions of authority; 3) Service provided in the disease process with the sub-themes: the importance of continuity in care, clear information, family support and effective personal communication. Results showed general satisfaction and participants‘ positive experiences of communication with healthcare professionals, reflecting respect, trust, honesty and communication carried out on a peer basis. More satisfaction was with communication that occured at home than those that occured at the acute hospital wards.
Conclucions: Patients in palliative care need effective interpersonal communications in the disease process. It is important for healthcare professionals to acquire and maintain skills in communicating with patients in palliative care to make the service more effective. Continuity in care, clear information and family support are important aspects contributing to the feeling of security and well-being of the patients. Further research is needed on the experience of patients in palliative care in order to improve the quality of service for that particular group of patients.
Keywords: Communication, palliative care, acute hospital settings, healthcare professionals
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð-Jósefína Elín.pdf | 612.93 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |