Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48034
Hönnunargreining fyrir lokaverkefni úr Listaháskólanum. Í bókinni Þær sem þorðu er stiklað á stóru í sögu baráttukvenna sem ruddu brautina fyrir komandi kynslóðir á áttunda áratugnum. Lögð er áhersla á að kynna íslensku Rauðsokkahreyfinguna, Kvennalistann og Vigdísi Finnbogadóttur og farið yfir aðgerðir, aðferðir og myndmál þeirra. Þessar konur risu upp gegn feðraveldinu og sögðu stopp. Þær höfðu fengið nóg af aldalöngu kynjamisrétti sem var byggt inn í samfélagsskipanina. Þær þóttu róttækar en náðu smám saman fram breytingum. Ekki síst þegar kom að samfélagslegum viðhorfum en í lok áratugarins var í fyrsta skipti kona þjóðkjörin sem forseti í heiminum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
þærsemþorðu-hönnunargreining-BS.pdf | 25.74 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |