Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48043
Healing
Flest erum við orðin meðvitaðari um nauðsyn og gagnsemi sjálfsvinnu en mörg okkar eiga erfitt með að tjá okkur upphátt. Að því sögðu er mikilvægt að gefa sér rými til að tjá sig, þó það sé í einrúmi í gegnum skrif eða á listrænan hátt.
Bókin heilun (e. healing) er einskonar „creative journal“ sem má segja að sé samblanda af verkefnabók og skissubók. Markmið bókarinnar er að gefa notanda innsýn inn í eigin hugarheim, kafa ofan í sjálfið og bernskusárin í þeim tilgangi að létta á hjartanu og heila barnið innra með.
Innra barnið geymir minningar, tilfinningar og oft óuppfylltar þarfir eða gömul sár. Þessi hluti af okkur getur meðal annars haft áhrif á persónuleika okkar, tilfinningar og samskipti. Bókin leiðir notendur í vegferð inn á við með spurningum og verkefnum sem ýta undir mikla sjálfskoðun. Litið er til fortíðar, nútíðar og framtíðar með það að markmiði að komast nær því að heila það sem er óuppgert úr æsku.
Myndheimurinn sækir innblástur í íslenska náttúru. Vatn, ský og blóm tákna meðal annars styrk, vöxt og djúpar tilfinningar. Blái liturinn táknar samskipti og sannleika. Speglakápan er táknræn fyrir sjálfsmynd og sjálfsskoðun. Uppsetning bókarinnar er samspil óreiðu og hæglætis og endurspeglar vegferð barnsins innra með.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| thyri_imsland_healing_honnunargreining.pdf | 22,85 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |