Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48047
Hér er gert grein fyrir ferlinu á bakvið verkefni til BA-gráðu. Töfrar grafíklistar er rannsóknarverkefni um aðferðir grafíklistar og eigin líkama sem náttúrulegt form í list. Ég gerði átta prentverk með átta mismuandi aðferðrum og skrásetti ferlið í bókverki. Kveikjan að verkefninu spratt útfrá BA-ritgerðinni minni þar sem ég rannsakaði brautryðjandastarf Braga Ásgeirsonar í grafíklist og samband grafíklistar og grafískrar hönnunar. Sú rannsókn var tekin skerfi lengra með eigin tilraunum í grafíklist. Markmiðið var að fá dýpri skilning á aðferðum grafíklistar og sjá hvernig ferlið í grafíklist getur orðið stór partur af loka niðurstöðunni. Líkami minn hefur verið mitt helsta viðfangsefni um tíma en þetta er í fyrsta skipti sem ég hlusta á hann í ferlinu. Ég tek eftir hvernig mér líður í líkamanum og hvernig ég beiti honum í listsköpun. Ég finn fyrir öllu, tilhlökkun, þreytu, verkjum og hvernig þörfin til að skapa brýst út. Líkaminn nýtist bæði sem verkfæri í handgerðum aðferðum grafíklistar og sem mótíf í verkunum mínum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rósmarý Hjartardóttir Hönnunargreining.pdf | 38.35 MB | Opinn | Hönnunargreining | Skoða/Opna |