Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48048
Eftir því sem mörkin milli raunveruleika og sýndarveruleika verða óljósari verður skynjun okkar á sjálfum okkur flóknari. Manneskjan er margþætt og ófyrirsjáanleg og tekst hinum stafræna heimi, samfélagsmiðlum sérstaklega, oftast ekki að fanga margbreytileika hennar. Hið einfalda sjálf líkist í auknum mæli erkitýpum vörumerkja á netinu. Er stafræna sjálfið sönn speglun af sjálfinu, eða er það glansmynd – óraunveruleg mynd af okkur sjálfum? Persónuleikaprófið er tól til þess að finna þitt stafræna sjálf. Í gegnum leik býr það til auðkenni fyrir sjálfið. Markmiðið er að benda á grunnhyggnina og ónákvæmnina sem felst oft í stafræna sjálfinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hönnunargreining_Stafræna_sjálfið.pdf | 3,28 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |