Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48052
Gullarmbönd upp allan handlegginn sem glömruðu á meðan prjónarnir voru á lofti, einingar í rúðublokk.
Langamma mín hún Astrid Ellingsen var brautryðjandi í prjónahönnun á Íslandi og starfaði sem prjónahönnuður alla sína tíð. Amma var stór og litríkur karakter. Einingar urðu að munstri sem líkja má við fjölskyldutré.
Farið er í ferðalag og form og litir nýttir til frásagnar. Flík verður að grafísku formi
og ný upplifun á prjónamynstri verður til. En hvernig? Hún horfði á munstrin sem flík
en ég horfi á þau sem grafískt form. Með því að taka hennar einingar áfram verður til sameining og úr verður til ný heild. Mín túlkun á hennar ævi. Einingar langömmu halda áfram að vaxa, þær endurnýjast og lifa.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
KatrinBP-Honnunargr.pdf | 74.45 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |