Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48054
Reykjanes, landsvæði náttúruöfga. Eldsumbrot og sjávarbrim skapa harðneskjulegt umhverfi þar sem lífsbaráttan er oft erfið. Til að búa við slíka öfga þá þarf varnir. Varnargarðar úr grjóti og jarðvegi standa á milli okkar og krafta náttúrunnar. Þessar varnir eru forsenda byggðar á Reykjanesi. Sjávarvarnargarðar, úr stórgrýti, má finna þar sem byggð hefur þrifist við sjávarsíðuna. Þessir garðar gefa oft harðneskjulegan og fráhrindandi blæ. Geta þeir verið meira en bara vörn gegn öflum sjávar? Geta þeir laðað að sér líf, umsvif og tækifæri til hagsældar? Geta þeir orðið brú á milli mannlífs við sjávarsíðuna og hafsins, í stað þess að vera aðeins vörn?
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hönnunargreining - bók - Tilbúin í prent.pdf | 102,66 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |