Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48058
Á Íslandi er útbreitt tónlistarskólakerfi um landið allt og gegnir það mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Í aðalnámskrá tónlistarskóla kemur fram að kennsluhættir eigi að einkennast af fjölbreytni þar sem tekið er tillit til væntinga og þarfa nemenda, áhugasvið þeirra séu margbreytileg og því þurfi að tryggja gott aðgengi að fjölbreyttu tónlistarnámi. Í ritgerðinni er sjónum beint að tónlistarskólum í fámennari byggðarlögum landsins. Það kemur fram að mikilvægt er fyrir tónlistarskóla að hafa fjölbreytt námsúrval, það stuðli að aukinni aðsókn og auðgi tónlistarlíf skólanna og samfélagsins alls. Í minni samfélögum getur þó erfitt reynst að ráða kennara til starfa. Kennarastéttin er að eldast, nýliðun er hæg og bitnar þetta ekki hvað síst á skólum á landsbyggðinni. Ein ástæða kennaraskorts er vegna smæðar og fámennis en er einnig talin vera vegna veikrar stöðu tónlistarkennaranáms. Í smærri tónlistarskólum starfa stundum fáir kennarar og þurfa þeir því oft að kenna á mörg hljóðfæri. Sú hefð að kenna á fleira en eitt hljóðfæri virðist útbreidd. Í tónlistarskólum Austurlands er framboð hljóðfæranáms alltaf meira en starfandi kennarar við skólann. Tekin voru viðtöl við þrjá tónlistarkennara sem kennt hafa á fjöldamörg hljóðfæri og einn skólastjórnanda tónlistarskóla. Viðmælendur voru sammála um að vel sé hægt að kenna á hljóðfæri án þess að vera með mikinn grunn á hljóðfærið þó hitt sé auðvitað betra. Raunveruleikinn sé hins vegar sá að það er ekki alltaf mögulegt. Helmingur viðmælenda tóku einnig fram að þeir hafi stundað nám hjá kennurum sem ekki kunnu á þeirra hljóðfæri sem hafi ekki komið að sök. Bent er á að þættir hljóðfæranáms beinast ekki beint að hljóðfærinu svo kennari getur vel kennt þá þætti óháð hljóðfæris. Árangursríkt þykir meðal annars að læra samhliða nemendum á viðkomandi hljóðfæri. Það skapi góðan grundvöll við að kenna mikilvæg tækniatriði tengd hljóðfærinu og skapi góðan grundvöll fyrir kennslu mikilvægra tækniatriða.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð Bríet.pdf | 364.17 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |