is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48060

Titill: 
  • Að brjóta glerþakið : áhrif Sinead O'Connor sem femínísk táknmynd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um írsku tónlistarkonuna Sinead O’Connor sem femíníska táknmynd. Ég skoða hana í tengingu við tvær aðrar tónlistakonur, þær St. Vincent og Sophie Xeon og ber ferla þeirra allra saman. Ég fjalla um hvað tengir þær þrjár saman þó þær séu af mismunandi kynslóðum og hafi ástundað ólíka tónlist í grunninn. Farið verður í fræðilegan bakgrunn um konur í tónlist í gegnum tíðina og hvernig Riot Grrrl hreyfingin sem kom fram snemma á tíunda áratugnum tengist Sinead og „sporförum hennar“, hvernig óttalaus afstaða Sinead til hinna ýmsu mála hafði bæði áhrif á einstaklinga og heilu senurnar. Niðurstöðurnar eru þær að tónlistarkonurnar eiga ýmislegt sameiginlegt, í framsetningu, stíl, tónlist, umfjöllunarefnum o.s.frv. Allar voru þær og eru mjög mikilvægar hvað viðkemur stöðu kvenna í tónlist og hafa auðgað þann þátt með mismunandi sjónarhornum, m.a. sem hinsegin konur. Þær notuðu og nota allar sinn vettvang fyrir aktívisma og málefni sem þær vildu og vilja koma á framfæri þó það væri samfélagslega samþykkt eða ekki. Tvær þeirra eru látnar, Sinead og Sophie en St. Vincent er enn að skapa framsækna tónlist auk þess að beita sér af krafti í mikilvægum samfélagsmálum.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/48060


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áslaug_Dungal_BA.pdf3,63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna