Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48077
Ef íslensk tunga styddi við þá staðreynd að náttúran sé lifandi, myndum við þá haga okkur öðruvísi gagnvart umhverfinu? Verkið veitir innsýn í nýtt samhengi íslenskrar tungu, þar sem langflest vestræn tungumál hlutgera náttúruna og tala um hana sem dauðan hlut. Lífsorka vatnsins, þess náttúrufyrirbæris sem er hvað mest misnotað hérlendis, er rannsökuð og ný orðræða um vatn gróðursett. Sérstök vökvunartól umbreyta nafnorðum í sagnir, en með því að færa nafnorð í sagnir leysum við vatnið úr læðingi, frelsum það úr viðjum tungumálsins sem bindur það niður. Ólíkt nafnorðum taka sagnir til greina lífsorku náttúru og um leið þann möguleika að vatnið kunni að breyta hegðun sinni á hverri stundu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hönnunargreining - Erla Sverrisdóttir.pdf | 4,94 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |