is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48094

Titill: 
  • Er hægt að greina einkenni Leikhús Fáránleikans í Kirsuberjagarðinum og hegðun Ljúbov Andréevnu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um hvort verkið Kirsuberjagarðurinn eftir Anton Chekhov og persónan þar, Ljúbov Andréevna hafi í sér einhverskonar einkenni af leikhúsi fáránleikans og hvort Anton Chekov var að daðra við fáránleikann í verkinu sínu án þess að tilvistarstefnan sjálf hafi verið uppi á þeim tíma. Í Kirsuberjagarðinum skynjum við fáránleika á tilvist okkar. Allir hafa sínar skoðanir um lífið en enginn virðist hlusta á hvorn annan, sérstaklega óðalsfrúin Ljúbov Andréevna Ranevskaja sem á sjálfan garðinn. Hér verður Ljúbov tekin fyrir því að sýn hennar og texta væri hægt að túlka oft sem absúrd. Hún veit að ástkæri garðurinn sinn verður seldur. Persónan Jermolaj Lopakhín er með lausn en hún virðist ekki hlusta á hann. Af hverju ekki? Í þessari ritgerð verður rýnt í texta Ljúbov og aðstæður í verkinu sem gætu túlkast sem fáránlegar. Notast er við bókina Leikhús Nútímans: Hugmyndir og hugsjónir eftir Trausta Ólafsson til þess að byggja tengingar í rannsókninni. Einnig koma fram atvik úr leikverkinu Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett til að styrkja absúrdisma í leikverki sem gæti tengst Kirsuberjagarðinum. Einnig verður rýnt í leikskáldið Anton Chekhov og skoðað hvort að hans vangaveltur um tilvist okkar í verkinu tengist fáránleikanum.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/48094


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er hægt að greina einkenni Leikhús Fáránleikans í Kirsuberjagarðinum og hegðun Ljúbov Andréenvu (BA-Ritgerð).pdf204,14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerð þessi er partur af 16 ECTS eininga lokaverkefni til BA-prófs á leikarabraut við Listaháskóla Íslands. Óheimilt er að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi höfundar.