is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48095

Titill: 
  • b. Sögur (verk Sögumanns); Höfuðmælingar, flautuspil og tengdar gjörðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni kanna ég samband mitt við þessa ritgerð og þessi ritgerð er sett í samhengi við öll mín verk hingað til, auk þess sem allt annað hingað til verður sett í samhengi við þessa ritgerð. Ég mun skilgreina raunveruleikinn sem sögusvið verka minna og heild þess sem er satt og rétt á einum ákveðnum tímapunkti. Ég mun kanna þörf mína til að fullyrða, jafnvel þó að fullyrðingarnar séu hvorki sannar né réttar. Tungumálið verður rannsakað sem innblástur og efniviður við gerð myndlistarverka og ég mun draga fram galla þess. Samkvæmt ritgerðinni er tungumálið hlutdrægt og ónákvæmt og hlutdrægni þess hefur áhrif á hvernig við upplifum raunveruleikann. Tungumálið getur engan veginn verið notað til að henda reiður á raunveruleikann en það er tilvalið tól til að smíða nýjan raunveruleika innan raunveruleikans. Ég mun kanna áhuga minn á mannlegri hegðun og hvernig hægt er að skrásetja hana og nýta hana í myndlistarverk. Ég skoða flokkunarkerfi sem manngerðan uppspuna og áhugaverða leið til að brjóta niður raunveruleikann. Ég set verkin mín í samhengi við kenningar táknfræði og bókmenntafræði, auk þess sem ég spegla hugmyndir mínar í verkum Pierre Hyughe, Pilvi Takala, Rineke Dijkstra og Phil Collins. Í þessari ritgerð mun ég komast að þeirra niðurstöðu að frásögnin er lykilatriði verka minna og þessarar ritgerðar. Fullyrðingar eru byrjunarpunktur í sköpunarferlinu og ég kanna mismuninn á verkum mínum með afstöðu mína við gerð þeirra í huga. Samkvæmt ritgerðinni er hlutverk mitt sem listamaður tvískipt, ég er annað hvort í hlutverki Sögumanns eða Hjáfræðings. Sögumaður verandi meðvitaður um að fullyrðingarnar eru uppspuni og Hjáfræðingur sem trúir fullyrðingunum og er ómeðvitaður um uppspunann.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/48095


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KBG-BA verkefni.pdf168.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna