Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48098
Í ritgerð þessari verður farið yfir hvernig aðferðarfræði Jerzy Grotowskis getur hjálpað leikaranum að finna nýja lykla og vinkla að hlutverki sem hefur verið leikið margoft áður. Sérstök áhersla verður lögð á vinnu- og aðferðafræði Grotowskis, en þar má til að mynda nefna Via Negativa, Total act eða hinn heila leik, stef leikarans til að öðlast milliliðalausan leik og hvernig leikarinn skal nálgast textann. Allt eru þetta hugmyndafræðilegar aðferðir sem nýtast forvinnunni áður en leikarinn stígur á svið. Einnig verður skoðað hvernig leikarar nálgast persónusköpun hjá Grotowski og þar að auki verður skoðað mörk sjálfsins og karaktersins. Rannsókn þessi er skrifuð í kjölfar útskriftarsýningar leiklistarnema við Listaháskóla Íslands, en þeir settu upp Kirsuberjagarðinn eftir Anton Tsjekhov í Kassanum/Þjóðleikhúsinu undir leikstjórn Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur. Hlutverkið sem verður tekið fyrir í þessari ritgerð er hlutverkið sem undirritaður lék í sýningunni; Jermolaj Alexejevítsj Lopakhín.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hlutverkiðogég - BA Ritgerð LHÍ.pdf | 499.27 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |