Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48106
Ég hef tilhneigingu til að ummynda hversdagsleikann. Að velta fyrir mér eðli hans og endurgera svo á minn hátt. Endurgerðin kemur oft fram á óræðan máta, síaður í gegnum lög af draumkennd og dulúð. Dauðum hlutum er veitt líf og kunnugleika fyrirbæra snúið á hvolf. Uppspretta hugmyndanna kemur úr öllum áttum. Óvæntir hlutir í umhverfinu geta orðið að neista einhvers stærra og það þarf lítið til að hugmynd blómstri. Í kjölfarið, fylgir henni frekari ýkjun og útvíkkun söguheimsins.
Hvort sem söguþráðurinn er sagnfræðilegur eða skáldaður fylgir undirliggjandi ráðgáta. Sannleikurinn liggur ekki alltaf augum uppi, bæði í hugmyndinni sjálfri og hvernig ég miðla til áhorfendans. Áhorfandinn fær því leyfi að rýna í verkin og púsla saman á sinn hátt. Frásögnin flæðir síðan inn í sýningarýmið og þar reisi ég upp innsetningar sem innihalda hina duldu atburðarrás. Þar myndast núningur á milli frásagnar annarsvegar og lögmáls rýmisins hinsvegar. Áhorfendur stíga inn í hefðbundið rými og upplifa strekkingu þess með sjónhverfingum eða sýnishorni af framandlegum heimum. Ég tek mér því einstakt hlutverk innan þeirra og áhorfandinn sömuleiðis. Verkin velta fyrir sér lögmálum hversdagsleikans. Þau fegra staðreyndir, upplýsa innri hrylling, setja óvenjulegt fólk í hefðbundnar aðstæður og venjulegt fólk í óhefðbundnar aðstæður.
Í þessari ritgerð kafa ég ofan í listgerð mína til þessa: hvernig ég ummynda hversdagsleikann á minn máta, dulúðina sem því fylgir og hvaða hlutverki við gegnum í rýmistengdum innsetningum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bjartur Elí Ragnarsson - Greinargerð og Ritgerð.pdf | 59,07 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |