is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48112

Titill: 
  • Vatnskennd barnæska; Leið Sóley sólufegri eftir staumi minninga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð skoða ég minningar mínar. Ég skoða þær út frá Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum sem ég trúi að sé minn fyrsti innblástur. Ég skoða tilfinningar mínar sem spretta út frá minningum mínum frá barnæsku og hvernig ég færi þær yfir í ljóð og verk. Þessa færslu minninga og tilfinninga í ljóð og verk skoða ég út frá grein Ernest Hartmann, fyrrum prófessor við Tufts Háskóla og forstöðumaður svefnsjúkdómamiðstöðvarinnar á Newton-Wellesley sjúkrahúsinu í Washington ríki í Bandaríkjunum, um tilfinningafærlsu (e.thymophor) og meginmyndir í draumum og ljóði.4 Ég fjalla um verkið mitt Togdreymi (2022) út frá þessari hugmynd Ernest og geri grein fyrir þeirri staðreynd að í verkum mínum fjalla ég oftast um meginmyndir tilfinninga minna í stað minninganna sjálfra. Einnig fjalla ég um minningar mínar í tenglsum við ljósmyndir og þar ber ég saman verk mitt Leitin að týndu fjörunni (2023) og verkið Her Long Black Hair (2004)5 eftir kanadísku myndlistakonuna Janet Cardiff. Seinna í ritgerðinni skoða ég endurtekningar og hvernig þær geta stjórnað lestri verka í rými. Út frá því fjalla ég um einkasýninguna mína Appelsínur eru skip (2023) og hvernig ég staðsetti verkin í rýminu svo rýmið gæti verið lesið sem ljóð. Einnig fjalla ég um endurtekna upptöku mína á barnæsku í tengslum við einkasýninguna og hvernig ég reyni að miðla fortíðarþrá minni til áhorfenda með endurtekningu og staðsetningu verka í rými. Í lokin skoða ég afhverju vatn er endurtekið í öllum verkum mínum og hvaða merkingu það gæti haft fyrir mig og mín verk bæði í nútíð og komandi framtíð.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/48112


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Ráðhildur +greinagerð_compressed (1).pdf1,22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna