Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48118
Í þessari ritgerð fjalla ég um eigin praktík og sköpun myndlistar, með áherslu á þróun túlkunar og hugsunar minnar um fyrirbæri sem hafa átt þátt í mótun eigin verka. Til þessara fyrirbæra má m.a. telja hugmyndir um tíma, lógík, lögmál, sviðsetningu og umboð (e. agency). En ritgerðin er tilraun til þess að gera bæði grein fyrir þessum fyrirbærum eins og þau eiga sér stað í minni praktík sem og upptökum og áhrifum þeirra á mína praktík. Samhliða því að gera grein fyrir persónulegri túlkun á ofangreindum fyrirbærum og hugmyndum, eru birtingarmyndir þeirra í verkum eftir aðra rithöfunda og listamenn kannaðar með vísun til skrifa annara fræðimanna. Þar má nefna tíma, lógík og sviðsetningu í verkum Samuel Becketts og hugmyndir um umboð (og þær hugmyndir sem í því felast) út frá verkum og umfjöllunum myndlistarmannsins Matthew Barney og mannfræðingsins Laura Ahern. Fyrir mig eiga þessar hugmyndir allar að einhverju leyti upptök sín að rekja til þess að hugsa um skúlptúr út frá tíma, en jafnframt er þetta leikur í eigin ferlum við mótun verka, þar sem hlutverk verkanna sjálfra í mótun þessara fyrirbæra hefur vægi. Hugmyndirnar eiga þó ef til vill ekki rétt á sér nema bara í aðferðafræði og hugsunarhætti mínum í tengslum við þær, en þar skila þær sér samt í sínum eigin rétti, án þess að þurfa á frekari upplýsingum að halda til að skýra verkin frekar en það hvernig þau má upplifa.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
GBW BA RITGERÐ.pdf | 31,29 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |