is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4812

Titill: 
 • Hvert liggur smellistraumurinn? Hvaða fréttir eru mest lesnar á mbl.is?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um áhrif internetsins á fjölmiðlun og skýrt frá rannsókn höfundar á vinsældum veffrétta á Íslandi.
  Í fyrri hluta ritgerðar er farið yfir helstu kenningar og hugtök sem við koma fréttamennsku og internetinu. Þá er farið yfir stöðu vefmiðla á Íslandi sem og tölvu- og internetnotkun Íslendinga.
  Í seinni hluta ritgerðarinnar er skýrt frá rannsókn höfundar á því hvaða fréttir það eru sem Íslendingar lesa helst, með því að rýna í fréttir mbl.is. Tekið var fyrir átján mánaða tímabil og því skipt í þrjá hluta og vinsælustu fréttir hvers tímabils skoðaðar og flokkaðar. Einn hlutinn nær yfir bankahrunið 2008 og upphaf kreppunnar til þess að sjá hvort sviptingar í samfélaginu hafi áhrif á fréttalestur Íslendinga.
  Markmiðið með þessari rannsókn er að finna hvers konar fréttir njóti mestra vinsælda hjá Íslendingum og að komast að því hvort Íslendingar hafi minnkað lestur á afþreyingarfréttum, í bankahruninu og ef svo er, hvort það hafi verið tímabundið eða ekki. Í niðurstöðum er greint frá því að Íslendingar hafi minnkað lestur á afþreyingar¬fréttum í bankahruninu og aukið lestur á viðskipta- og stjórnmála¬fréttum en að það hafi svo gengið tilbaka að einhverju leyti.

Samþykkt: 
 • 29.4.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4812


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hvert liggur smellistraumurinn.pdf744.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna