is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4814

Titill: 
  • Myndavélin sem rannsóknartól - internetið sem miðill. Hvernig tækninýjungar gagnast mannfræðingum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um það hvernig mannfræðingar hafa notast við sjónrænar aðferðir og hvernig ný tækni hefur beint mannfræðingum í nýjar áttir bæði aðferðafræðilega og þekkingarfræðilega. Farið verður yfir það hvernig ljósmynda- og kvikmyndatökuvélar hafa verið notaðar annars vegar til að skrá og safna rannsóknargögnum og hins vegar til þess að skapa vissar kringumstæður sem leiða til þess að bæði rannsakandi og þátttakendur afhjúpa raunverulega menningu sína. Þvínæst verður rætt um stöðu sjónrænnar mannfræði innan akademíunnar og sjónrænir miðlar bornir saman við ritaðar etnógrafíur. Varpað verður ljósi á nýjar leiðir til miðlunar sjónræns efnis og fjallað sérstaklega um internetið og margmiðlunartæknina í þeim efnum.
    Í öðrum hluta verður ljósinu beint að sjónvarpsmanninum Þorsteini J. Vilhjálmssyni og verkum hans. Fjallað verður um frásagnarháttinn, um sjónvarpstímarit Þorsteins og það hvernig það að vera sjálfstæður og gefa út efni sitt á netinu gefur honum aukið frelsi og svigrúm til sköpunar.
    Helstu niðurstöður eru þær að myndavélar bjóða upp á marga möguleika fyrir mannfræðinga á vettvangi og að réttast væri að kenna öllum mannfræðinemum undirstöðuatriði í sjónrænum fræðum. Einnig er mikilvægt að láta miðlun ekki einskorðast við bækur eða kvikmyndahátíðir heldur koma efninu frá sér á miðli sem aðgengilegur er öllum, alls staðar.

Samþykkt: 
  • 29.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4814


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerd.pdf226.6 kBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF