is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48140

Titill: 
  • Að sviðsetja forseta Íslands : þjóðarsálin sett í samhengi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þegar þessi ritgerð er skrifuð stendur yfir kosningabarátta á milli tólf einstaklinga sem sækjast eftir embætti forseta Íslands. Á meðan á kosningabaráttunni stendur birtist landsmönnum ógrynni af miðluðu efni frá og af forsetaframbjóðendum sem koma fram og reyna að samsama sig við ímynd forseta lýðveldisins. Þessi ritgerð leitast við að svara hvernig forsetaframbjóðendur sviðsetja sig fyrir hygli þjóðarinnar og hvaða ímynd sú sviðsetning skapar af þjóðarsálinni. Þeirri sviðsetningu er gerð grein í samræmi við The Presentation of Self in Everyday Life eftir Erving Goffman og aðrar fræðigreinar sem kanna tengslin á milli leikhúss annars vegar og stjórnmála og kosninga hins vegar. Sviðsetning frambjóðenda er sömuleiðis skoðuð í tengslum við þjóðernishyggju og ímynd þjóðarinnar sem fyrirmyndarsamfélags og jafnréttisparadísar. Í ritgerðinni er forsetaframboðum Baldurs Þórhallssonar og Höllur Hrundar Logadóttur gerð sérstök skil. Við greiningu á framboðum þeirra er miðað við allt það miðlaða efni sem þau hafa gefið frá sér í aðdraganda kosninganna og þau viðtöl sem þau hafa gefið. Leitast er við að draga fram þau megin stef sem einkenna bæði framboð Baldurs og Höllu en sem dæmi er hægt að nefna auðmýkt, þjóðleika, alþýðleika, alþjóðleika og að sjálfsögðu þjóðernishyggju. Með þessum sameiginlegu snertiflötum er máluð upp mynd af því hvað einkennir farsæla sviðsetningu forsetaframbjóðenda og það notað til að greina ímynd þjóðarsálarinnar út frá hugmyndum almennings um forsetann sem sameiningartákn þjóðarinnar.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/48140


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að sviðsetja forseta Íslands - Þjóðarsálin sett í samhengi.pdf358,51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna