Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/48156
Auglýsingar eru nánast óumflýjanlegar. Til þess að vera í takt við nútíma samfélag er mikilvægt að þær endurspegli sem fjölbreyttasta útgáfu af mannkyninu. Í þessari ritgerð verður fjallað um sýnileika hinseginleikans í auglýsingum. Rýnt verður í hugtökin hinsegin, kynjatvíhyggja, gagnkynhneigð viðmið, regnbogaþvottur og staðalmyndir ásamt fleirum og þau höfð til hliðsjónar við greiningu á nokkrum íslenskum auglýsingum. Það verður örsnöggt litið á sögu hinseginleikans á Íslandi ásamt sögu auglýsinga og hlutverk þeirra. Einnig verður upphaf sýnileika hinseginfólks í auglýsingum skoðað, bæði erlendis og á Íslandi. Fjallað verður um regnboga kapítalismann en í þannig tilfellum eru fyrirtæki mögulega að nýta sér Hinsegin daga og hátíðarhöld til að selja vörur eða reyna öðlast jákvætt viðhorf án þess að leggja málstaðnum lið. Fréttablaðinu var flett í þeim tilgangi að skoða sem flestar auglýsingar á einum stað og voru tölublöð frá árinu 2022-2023 skoðuð með það í huga að sjá hvort sýnileiki hinseginfólks hafi verið til staðar. Valdar voru 7 nýlegar auglýsingar sem birtust í sjónvarpi eða samfélagsmiðlum seinustu ár. Tekin voru viðtöl við hönnunarstjóra hjá auglýsinastofunni Pipar TBWA og sköpunarstofunni Brandenburg til að sjá hvort bransinn á Íslandi væri markvist að reyna koma inn fjölbreytni og sýnileika, og hvernig viðhorf eru til staðar þegar kemur að þessum málum. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að það er kúnninn sem tekur alltaf loka ákvörðun og ræður því hvort sýnileikinn sé til staðar eða ekki. Að lokum er gervigreind notuð í þeim tilgangi að vita hvernig lífið væri í dag ef hinsegin fólk hefði verið í sjónvarpsauglýsingum frá upphafi þegar kjarnafjölskyldan var aðal stjarnan.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
thyriimsland_ba_honnunardeild_2023.pdf | 16.7 MB | Open | Complete Text | View/Open |