is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4816

Titill: 
  • Anarkistar og aktívistar: Hugmyndafræði, lífstíll og mótmælaaðgerðir anarkista á Íslandi 2009
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður greint frá niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar þar sem skyggnst var inn í hugmyndafræði og lífsstíl hóps á Íslandi sem skilgreina sig bæði sem anarkista og aktívista. Leitast var að greina hver hugmyndafræði þeirra var, hvað varð til þess að þessir einstaklingar urðu anarkistar, hvers eðlis barátta þeirra sé og hversu vel þeim heppnast að samræma hugmyndafræði sína og lífsstíl. Gagnaöflun fór fram með hálfstöðluðum viðtölum við fimm einstaklinga sem tilheyrðu hópnum, ásamt þátttöku-athugunum með hópnum þar sem meðal annars var farið í ruslagáma, matarboð hjá hópnum ásamt öðrum samskiptum við hópinn. Helstu niðurstöður eru þær að hugmyndafræði þeirra byggist á tveimur þáttum, en þau eru annars vegar gegn hvers kyns valdi og hins vegar gegn kapítalisma. Þau beita mótmælaaðgerðum bæði gegn ríkisstofnunum og fjölþjóðlegum fyrirtækjum. Þau lifa eftir bestu getu án notkun peninga, en þau eru mótfallin eignarrétti. Í stað verslunar stela þau mat úr ruslagámum og taka yfir auð húsnæði. Hvort þau nái að viðhalda lífsstílnum fer m.a. eftir því hversu örugglega þau ná að halda lífsgæðum sínum í samræmi við hugmyndafræðina og hversu sterkt félagslegt tengslanet þau hafa við hvort annað í hópnum.

Samþykkt: 
  • 29.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4816


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð.pdf277.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna