is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48164

Titill: 
  • Menningarnýlendan Ísland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • McDonalds hamborgara ættu flestir að kannast við í ljósi uppihalds keðjunnar á rúmlega 40 þúsund veitingastaða í 118 löndum. Ísland er ekki lengur með á þessum lista en það er saga að segja frá því. Í þessari ritgerð verður kenning Kristínar Loftsdóttur um sjálfsímynd íslendinga á tíunda áratug síðustu aldar sett í samhengi við komu, og síðar brottfar, McDonalds á Íslandi. Íslendingar hafa lengi verið uppteknir af því umfjöllun um land og þjóð segir Kristín. Gert verður grein fyrir stórum hugtökum eins og menningarnýlendu, nýfrjálshyggju og þjóðlegri skömm með hugmyndum Adam Smith, John Tomlinson og David Harvey til rökstuðnings. Ljósmyndin af Davíð Oddssyni forsætisráðherra Íslands að borða fyrsta Big-Mac hamborgarann hér á landi er eflaust í margra minni. Ljósmyndin verður borin saman við aðra mynd, af sama augnabliki, sem ekki fékk sömu viðurkenningu þrátt fyrir að segja ýtarlegri sögu. Íslendingar voru, upp til hópa, yfir sig hrifnir af því þegar McDonalds kom til landsins. Nokkur dæmi um andstyggð og mótlæti verða til umfjöllunar í ljósi þess að ekki mættu allir með opinn faðminn þegar hin svokallaða ameríska innrás gekk í garð. Stöðutákn skyndibitans sem og aðrar táknmyndir um nútímavæðingu verður rannsakað ásamt sundurliðun á því hvernig McDonalds hefur tekist að vinna heimsbyggðina á sitt band. McDonalds hefur í mörg ár verið sterkasta táknmynd vesturlandavæðingar en hefur staðan breyst með komu iPhone síma?

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/48164


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
menningarnylendnan-island.pdf658,29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna