Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48168
Í þessari ritgerð verða tvö nýleg íslensk sviðsverk undir smásjánni, en þau eiga það sameiginlegt að tefla saman ólíkum listformum. Annars vegar er það verkið Geigengeist, þar sem hin klassíska fiðla mætir teknótónlistinni, en hins vegar Satanvatnið sem teflir saman hinni klassísku ballethefð og þungarokki. Hér verður leitast við að greina rýmið sem verður til á milli andstæðnanna; milli hámenningar og jaðarsins. Rýmið verður greint út frá skrifum Söruh Ahmed um hinsegin fyrirbærafræði, nánar tiltekið út frá hugmyndum hennar um áttun líkama innan rýmis og línum sem verða til með endurtekningu gjörða. Leitast verður við að sýna fram á hvernig togstreitan í verkunum býr til hinsegin rými sem er á skjön við normatívt regluverk samfélagsins. Þá verða verkin einnig mátuð við skrif José Esteban Muñoz um afsamsömun (e. disidentifications) sem fjalla um það hvernig performatískar sjálfsmyndir eru mótaðar út frá ráðandi hugmyndafræði. Í ritgerðinni verða færð rök fyrir því að rýmið sem verður til í listrænu togstreitunni í verkunum tveimur sé í senn á skjön við regluverk samfélagsins, og listformanna sem vísað er til; þrátt fyrir að það sé vísvitað unnið með téð regluverk. Í því samhengi verður litið til skrifa Anne Bogart um sannleika sem fyrirfinnst í rými á milli tveggja andstæða í listum, en hinsegin rými verkanna afhjúpar leitina að skilgreiningarrömmum sem einkennast af tvíhyggju.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_final.pdf | 584,74 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |