en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/48172

Title: 
  • Title is in Icelandic Einhverfan og ég : greinargerð um fræðsluefni fyrir grunnskólanemendur á yngsta stigi um einhverf börn.
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Rannsóknir sýna fram á að mörg einhverf börn upplifa félagslega einangrun á sinni skólagöngu og kemur það yfirleitt til af samspili umhverfis og líffræðilegra þátta. Ýmis konar skynáreiti er algengasta ástæðan fyrir því að einhverf börn draga sig úr aðstæðum og einangrast. Einhverf börn upplifa stuðningsleysi og skilningsleysi í skólum, bæði frá nemendum og kennurum. Tilgangur verkefnisins er að finna ástæður, meta áhrif og finna leiðir til draga úr félagslegri einangrun einhverfa barna sem er meðal annars vegna samskipta við jafnaldra. Markmið þessa verkefnis er að fræða börn um einhverfu og birtingarmyndir hennar til þess að sporna við fordómum og einangrun einhverfra barna. Gögnum fyrir verkefnið sem var tvíþætt, var aflað með fræðilegri heimildaleit sem fór fram á leitarvélum á Internetinu, í bókum og í tímaritum. Fyrsti hluti verkefnis er greinargerð þar sem vandlega er farið yfir birtingarmyndir einhverfra barna, skólagöngu og félagsleg samskipti. Seinni hluti verkefnis er barnabók, ætluð til fræðslu fyrir börn. Skoðaðar voru niðurstöður bæði innlendra og erlendra rannsókna tengdum einhverfu barna, skólagöngu þeirra, þátttöku í félagslífi og skynáreitum. Helstu niðurstöður voru teknar saman í greinargerð. Barnabókin nefnist „Einhverfan & ég”. Barnabókin er fræðslurit ætlað nemendum á yngsta stigi í grunnskóla og fjallar hún um einhverfu, birtingarmyndir hennar og margbreytileika. Bókin útskýrir á auðlesnu máli og með myndum hvernig einhverfa getur komið öðrum börnum fyrir sjónir og hver upplifun einhverfra barna er að sama skapi. Við leitumst við að svara rannsóknarspurningunni: Hvers vegna er mikilvægt að fræða nemendur um einhverfu og birtingarmyndir hennar hjá börnum?
    Helstu niðurstöður eru þær að mikilvægt er að auka við fræðsluefni í skólum og ýta þannig undir þekkingu barna og starfsfólks á margbreytileikanum. Þegar það er gert aukast líkur á því að til jafns sé komið fram við ófötluð og fötluð börn. Einnig er mikilvægt að hlusta á skoðanir einhverfra barna þegar það kemur að því að bæta þeirra skólaumhverfi og upplifun.

Accepted: 
  • Jun 18, 2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/48172


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Einhverfan og ég BA lokaskil. 30.04.24 skila.pdf599,26 kBOpenReportPDFView/Open
Háskóli skann.pdf3,08 MBLockedDeclaration of AccessPDF
einhverfan og ég barnabók lokaútgáfa.pdf12,63 MBOpenSupplementary DocumentsPDFView/Open