is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48175

Titill: 
  • Ljósið grípur myrkrið: barnaleikhús fyrir fullorðna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilfinningarnar sem við upplifðum í leikhúsi sem börn eru engu líkar. Það er erfitt að bera kennsl á nákvæmlega hverjar þær voru, af hverju þær sitja eftir og hvort við höfum upplifað þær síðan. Í þessari ritgerð verður gerð tilraun til að varpa fram hugmyndum um yfirfærslu til að framkalla sambærileg áhrif hjá eldri aldurshópum. Til að nýta barnaleikhús sem tól í eigin sköpunarferli verður fyrst gert grein fyrir þeim gildum sem finna má í sköpun barnaleikhúss og aðferðafræðinni út frá þeim. Svo er hinn fullorðni áhorfandi rannsakaður til að skapa sambærilega aðferðafræði miðaða að eldri áhorfendum. Að lokum setjum við okkur í hlutverk listamannsins og leggjum fram tillögur að framkvæmd, en til þess er leikritið Benedikt Búálfur tekið fyrir. En sú sýning er tilvalinn fyrir þessa rannsókn þar sem hún snertir á mörg af helstu gildum barnaleikhússins: Skemmtun, hrollvekju, baráttu góðs og ills og boðskap um persónulegan þroska. Gerðar eru tillögur á mögulegum breytingum í von um að ná til fullorðinna áhorfenda. Hugsanlega myndi slík uppsetning ná til fullorðinna áhorfenda og hafa áhrif sem þau hafa ekki fundið síðan á barnsárum.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/48175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_EgillGauti.pdf380,72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna