is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48177

Titill: 
  • 2023: Tímamót í íslenskri leiklistarsögu : aukin aðkoma fatlaðs fólks á fagvettvang leiklistar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um fatlað fólk á atvinnuvettvangi leiklistar á Íslandi. Margbreytileiki fötlunarhugtaksins og umdeildar skilgreiningar á því eru settar fram og gerð grein fyrir tengingu fötlunarfordóma við fordóma til allra sem eru jaðarsettir eða utan hins fullkomna venjuleika. Tilraun er gerð til að telja upp sem flestar atvinnuleiks‎‎ýningar sem að fatlaðir sviðslistamenn hafa ko‏mið að á Íslandi og ‏þær settar í sögulegt samhengi. Birtingarmyndir fötlunar í dægurmenningunni eru rannsakaðar og sérstaklega í sýningunum Disabled Theatre sem frumsý‎nd var í Sviss árið 2012 ‎og Sem á himni sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu 10 árum síðar. Skoðuð verður aukning á sýnileika og áhrifum fatlaðs sviðslistafólks á fagvettvangi leiklistar og verður verðlaunasýningin Fúsi: Aldur og fyrri störf gerð sérstakt rannsóknarefni. Greining ritgerðarinnar styðst við fötlunarfræði, hin ýmsu erindi málþings Þjóðleikhússins um áhrif birtingarmynda í sviðslistum árið 2022, póstdramatísk fræði, fréttablöð og fjölmiðla til jafns við viðtöl höfundar ritgerðarinnar við ýmsa sem málinu tengjast, s.s. Agnar Jón Egilsson, Emblu Guðrúnar- Ágústsdóttur, Nínu Hjálmarsdóttur og Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson. Rök eru einnig færð fyrir því að árið 2023 sé sögulegur fjöldi fatlaðra sviðslistamanna á sviðum atvinnuleikhúsa Íslands og er mögulegt orsakasamhengi ‏þess áfanga og menningarumræðunnar í kringum uppsetninguna Sem á himni rannsakað. Einnig er skoðað almennt viðhorf gagnvart gildi listar fatlaðra einstaklinga í menningunni og mögulega þ‏róun ‏þess.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/48177


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tímamót í íslenskri leiklistarsögu - Egill Andrason.pdf931,35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna