Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48178
Ritgerðin kafar ofan í þróun á menningarhlutverki Barbie dúkkunnar og hvernig hún hefur aðlagað sig að samfélagslegum gildum á mismunandi tímabilum í sögu hennar til að viðhalda markaðsstöðu sinni. Skoðað er hvaða hvatar liggja að baki þegar fyrirtæki móta sér afstöðu á samfélagslegum vandamálum í auglýsingum og hvernig þversagnir geta myndast við það. Rannsóknarspurningin sem leitast er eftir að svara er: Hvernig hefur menningarlegt hlutverk Barbie breyst í tímans rás og hvert er samband þessa hlutverks við sögulegu umhverfi Bandaríkjanna hverju sinni? Ritgerðin fléttar saman hugmyndum Ernesto Laclau um tóma táknmynd og rannsóknir Catherine Rottenberg á breytingum á femínisma í tímans rás. Notuð er ferilsrakning til að rekja sögu dúkkunnar og greina mikilvæg tímamót i þróun hennar samhliða samfélagsbreytingum. Síbreytileg ímynd Barbie dúkkunnar segir sögu um samfélagsleg gildi og væntingar til kvenna í gegnum tíðina.Vegna tómrar táknmyndar dúkkunnar er hún opin fyrir túlkun og getur tekið á sig hvaða mynd sem er og hvetur lesendur til að vera gagnrýnin á hlutdrægar upplýsingar í markaðssetningu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Dúkka_sem_tóm_ táknmynd_BA.pdf | 328,92 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |