is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48179

Titill: 
  • Leikhús allra landsmanna? : hlutverk þjóðleikhúss á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð leitar svara við spurningunni hvert hlutverk þjóðleikhúss sé á Íslandi gagnvart almenningi á tuttugustu og fyrstu öldinni. Litið er yfir sögulegan bakgrunn þjóðleikhúsa í hinum vestræna heimi og hvaða hlutverk þau höfðu í því að ýta undir þjóðernishreyfingar í Evrópu. Skoðað er hvernig hlutverk þeirra hefur breyst í gegnum tíðina undir breyttum kringumstæðum í menningarlegum, fjárhagslegum og félagslegum skilningi. Þjóðleikhúsið á Íslandi var byggt, líkt og mörg önnur þjóðleikhús í Evrópu, með það markmið að móta þjóðerniskennd á tímum sjálfstæðisbaráttunnar en hlutverk þeirra gagnvart þjóðinni hefur tekið stakkaskiptum með tilkomu kapítalisma, einstaklingshyggju og afþreyingarmenningu. Hvernig fólk nýtur menningar hefur breyst frá því að Þjóðleikhúsið var vígt árið 1950 og þar af leiðandi hefur stofnunin þurft að leita ýmissa leiða til þess að ná til almennings. Það að mæta í leikhús hefur oftar en ekki mikið með það að segja hvaða menningarlega uppeldi fólk hefur og skoðað er af hvaða marki Þjóðleikhúsið hefur tekið þátt í því uppeldi og með hvaða leiðum. Markmiðið sem þjóðleikhús í Evrópu áttu að standa fyrir á sínum tíma hefur ekki jafn mikið gildi og hér áður, það að innræta í þeim þjóðerniskennd. Velt er upp spurningunni hvort að hugtakið þjóðleikhús sé forneskjulegt og ónytsamlegt í núverandi heimi en engin ein niðurstaða liggur fyrir. Sjá má í gegnum söguna að leikhús undir hatti þjóðar hefur sitt mikilvægi í því að efla áhuga landsmanna á sviðslistum þar sem Þjóðleikhúsið hefur starfað á Íslandi í yfir 70 ár og heldur enn dampi.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/48179


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leikhús allra landsmanna?- Anna Kristín Skemman.pdf383,16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna